Notkun

Þar sem EPS plast er eins og áður sagði 98% loft og einungis 2% plast eru EPS umbúðir ákaflega léttar miðað við það rúmmál eða þyngd sem þeim er ætlað að halda. Þær eru ákaflega einangrandi og halda köldu, eða heitu við kjörhitastig mun lengur en t.d. pappaumbúðir. Þær eru vatnsþéttar og hvítur litur þeirra hrindir frá sér varmageislum sem ella gætu hitað innihald þeirra óþarflega.Þar sem EPS plast er eins og áður sagði 98% loft og einungis 2% plast eru EPS umbúðir ákaflega léttar miðað við það rúmmál eða þyngd sem þeim er ætlað að halda. Þær eru ákaflega einangrandi og halda köldu, eða heitu við kjörhitastig mun lengur en t.d. pappaumbúðir. Þær eru vatnsþéttar og hvítur litur þeirra hrindir frá sér varmageislum sem ella gætu hitað innihald þeirra óþarflega. Hvítur litur er einnig til bóta þegar verið er að vinna með matvæli þar sem auðveldara er að gera sér grein fyrir óhreinindum á hvítu yfirborði en dökku. EPS umbúðir eru líka ákaflega sterkar miðað við þyngd, sem er sérstaklega til bóta ef flytja þarf t.d. vöru með flugi. EPS umbúðir eru einnig í flestum tilfellum einnota þ.a. ekki þarf að nota kemísk efni til að hreinsa þær aftur.

Helstu notkunarsvið EPS umbúða eru eftirfarandi:

  1. Fiskikassar, (heill og hausaður lax, silungur, þorskur, steinbítur ofl.)
  2. Flakassar, (fiskflök almennt.)
  3. Kjökassar, (heilir og hálfir skrokkar, lambakjöt, nautakjöt ofl)
  4. Grænmetiskassar, (gúrkur, tómatar, nýjar kartölfur, kál ofl.)