Notkun

Vinna með einangrunarplast er mjög þægileg. Efnið er létt og það má auðveldlega sníða það til með hníf eða sög. Ekkert ryk myndast við notkun efnisins, og eru sérstök hlífðarföt því óþörf. Engin formbreyting verður á plastinu við notkun frá -180°C - +80°C. Nauðsynlegt er að verja plastið með t.d. múrhúð eða sambærilegum efnum í samræmi við grein 135.10 í byggingareglugerð um brunavarnir og brunamál. Einangrunarplast er sett undir sementsbundin múr eða múrkerfi sem varmaeinangrun jafnt innan sem utan á útveggi. Einangrun undir múr utanhúss þarf að hafa góða rakamótstöðu. Hún má ekki vera vatnsdræg, þar sem hún getur dregið vatn úr múrkápunni og jafnvel aukið þannig á rakaflutning. Við sérstakar kringumstæður getur rök einangrun frosið með ófyrirséðum afleiðingum eða orðið orðið allt að 50-60°C heit vegna sólageislunar ef múrkápan er dökk að lit. Áraun vegna hita, kulda og raka getur því verið umtalsverð og vert að gæta að því við hönnun.

EPS einangrunarplast ætti því að vera hönnuðum góður kostur við velflestar aðstæður, sérstakelga ef tekið er tillit til mótsöðu þess gegn raka.

Dæmi um notkunarstaði:

Ávallt skal fylgja teikningum og leiðbeiningum þess húss sem unnið er við hverju sinni. 

Einangrunarplast ofan á steypta loftaplötu (stólað þak)

Ofaná steypta loftaplötu er notað 175 mm þakeinangrun sem samansett er úr 150 mm einangrunarplasti og 25 mm brunavörn. Einangrunarplastið er mislagt svo að ekki myndist kuldaleiðni.

Einangrunarplast fyrir gólfvarma í fjölbýlishúsum

Gólfvarmaslöngurnar eru lagðar ofaná einangrunarplastið svo að það myndi ekki geislahitun á hæðinni fyrir neðan.

Einangrunarplast ofaná steypta loftaplötu

Einangrunarplast fyrir steypt þök er fláskorið til að mynda vatnshalla. Einangrunarplastið er tvílagt. Klætt er yfir með þakdúk.

Einangrunarplast í forsteyptum einingum

Einangrunarplast er mikið notað í forsteyptar einingar. Einangrunarplastið er ýmist komið fyrir í miðjum veggnum eða að utanverðu.

Einangrunarplast sem einangrun að innanverðu

40 ára reynsla er komið á þessa hefðbundnu aðferð við að einangra að innanverðu. Ef einangrunarplöturnar eru festar upp með dýflum fæst mjög góð hljóðeinangrun.

Einangrunarplast sem útveggjaeinangrun

Þegar einangrað er að utanverðu er oftast notað 100 mm einangrunarplast. Steypusparnaður er 22% ef útveggurinn er hafður 14 cm þykkur í stað 18 cm.

Einangrunarplast sem sökkul og botnplötueinangrun

Oft er notað  75 mm einangrunarplast. Einangrunarplast hefur 50 sinnum meiri rakamótstöðugildi en önnur sambærileg einangrunarefni sem notuð eru við þessar aðstæður.