Stefna Tempru ehf. er að hlíta öllum þeim kröfum sem til starfseminnar eru gerðar. Við viljum vera í fararbroddi á okkar sviði er varðar öryggis-, umhverfis- og gæðamál ásamt þjónustu og samskiptum við viðskiptavini okkar.
Við leitumst við að framleiða öruggar vörur á ábyrgan hátt í sátt við samfélagið og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif starfseminnar.
Við bætum okkar ferla, samskipti við hagaðila og þjónustustig með öryggis- umhverfis- gæða- og jafnréttismál að leiðarljósi og viljum vera öruggur og eftirsóttur vinnustaður þar sem allir hafa jöfn tækifæri í starfi óháð kyni.
Útgefið 15.02.2023
Magnús Bollason, framkvæmdastjóri