Rýrnun á einangrunar-blokkinni getur orðið allt að 1% strax að lokinni framleiðslu. Eftir-rýrnun er sú rýrnun sem mæld er eftir 24 klst, þegar umfram þensluefnið gufar upp úr steyptri einangrunar-blokkinni. Þessi þáttur getur varað frá einum degi til nokkurra vikna, allt eftir hlutfalli rúmþyngdar og rúmmáls. Einangrunarplast getur rýrnað um 3mm/m² (< 0.3%) fyrstu 6 vikurnar sem er óverulegt en á stórum óslitnum fleti getur það haft lítilsháttar áhrif.
Eftir 6-8 vikur við rétt geymsluhitastig verður engin rýrnun á einangrunarplasti frá Tempru ehf.