Hlutverk okkar er framleiðsla og markaðssetning umbúða, fiskikassa, til flutnings á ferskum matvælum og framleiðsla og markaðssetning einangrunarplasts til byggingarframkvæmda, t.d utanhússeinangrun, innanhússeinangrun og sökkuleinangrun.
Fyrirtækið leggur áherslu á að veita hraða og örugga þjónustu, hafa ávallt á boðstólum vöru að jöfnum gæðum sem uppfyllir þau skilyrði sem til hennar eru gerð, er meðvitað um lykilstöðu sína á markaði og þá ábyrgð sem henni fylgir og leggur metnað sinn í að vera fremst á sínu sviði á Íslandi.
Lögð er áhersla á vöxt og arðsaman rekstur með því að ráða hæft og traust starfsfólk sem hefur áhuga og hvata til þess að veita viðskiptavinum sínum og þjóðfélaginu sem besta þjónustu.
Við hjá Tempru viljum vera þekkt fyrir frábæra þjónustu og þá nýsköpun, sem fólgin er í þróun umbúða fyrir ferska matvöru í samstarfi við viðskiptavini, háskóla og rannsóknastofnanir, sjá t.d. grein á vef HÍ og myndband frá Matís.
Við getum alltaf gert góða hluti betur!