Hlutverk Tempru

Hlutverk okkar er framleiðsla og markaðssetning umbúða, fiskikassa, til flutnings á ferskum matvælum og framleiðsla og markaðssetning einangrunarplasts til byggingarframkvæmda, t.d utanhússeinangrun, innanhússeinangrun og sökkuleinangrun.

Fyrirtækið leggur áherslu á að veita hraða og örugga þjónustu, hafa ávallt á boðstólum vöru að jöfnum gæðum sem uppfyllir þau skilyrði sem til hennar eru gerð, er meðvitað um lykilstöðu sína á markaði og þá ábyrgð sem henni fylgir og leggur metnað sinn í að vera fremst á sínu sviði á Íslandi.

Lögð er áhersla á vöxt og arðsaman rekstur með því að ráða hæft og traust starfsfólk sem hefur áhuga og hvata til þess að veita viðskiptavinum sínum og þjóðfélaginu sem besta þjónustu.

Aðalmarkmið:

  • Nýta og efla þekkingu starfsmanna
  • Veita framúrskarandi þjónustu
  • Vera leiðandi í vöruþróun
  • Vöxtur og arðsamur rekstur
  • Uppfylla þarfir viðskiptavinarins með áherslu á gæði og sveigjanleika í framleiðslu
  • Ábyrg, sjálfstæð og öguð vinnubrögð byggð á markmiðasetningu og árangursmati
  • Virkjun á hugmyndaauðgi og notkun óhefðbundinna leiða við lausn vandamála
  • Stefna markvisst að hámörkun tæknilegrar getu

Við hjá Tempru viljum vera þekkt fyrir frábæra þjónustu og þá nýsköpun, sem fólgin er í þróun umbúða fyrir ferska matvöru í samstarfi við viðskiptavini, háskóla og rannsóknastofnanir, sjá t.d. grein á vef HÍ og myndband frá MatísSamstarf við fagaðila 

Við getum alltaf gert góða hluti betur!