Niðurstaða rannsókna sem gerðar voru á einangrunarplasti undir þakdúk á flötu þaki sem byggt var árið 1955 í Þýskalandi (þ.e. 31 ára, 1986) sýna eftirfarandi niðurstöður. Einangrunarplöturnar lágu þétt saman ásamskeytunum og voru í sama ásigkomulagi og þegar þær voru lagðar niður fyrir 31 ári þ.e. engin rýrnun, rotnun eða formstöðubreytingar höfðu átt sér stað.Niðurstaða rannsókna sem gerðar voru á einangrunarplasti undir þakdúk á flötu þaki sem byggt var árið 1955 í Þýskalandi (þ.e. 31 ára, 1986) sýna eftirfarandi niðurstöður:
Einangrunarplöturnar lágu þétt saman á samskeytunum og voru í sama ásigkomulagi og þegar þær voru lagðar niður fyrir 31 ári þ.e. engin rýrnun, rotnun eða formstöðubreyting hafði átt sér stað.
Mörg sýni voru tekin af þessu þaki og send til frekari rannsóknar hjá rannsóknarstofu í Munchen (Forschungsinsttut für Wärmeschutz, Munchen). Eftirfarandi atriði voru athuguð: 1.Varmaleiðni 2. Rakainnihald
Árangurinn er ótvíræður, öll sýnin sem tekin voru reyndust ósködduð eftir 31 ár og uppfylltu allar kröfu sem gerðar eru til byggingarefna í Þýskalandi samkvæmt DIN 18164.
Eitt af mörgum sýnunum sem tekin voru úr þakinu eftir 31 ár og uppfylltu allar kröfur er gerðar eru til EPS sem einangrunarefnis.