Drengöt rýra einangrunargildi frauðkassa

Franski matvælaverkfræðineminn Fabien Levray var hjá Tempru í maí og júní til að rannsaka m.a. einangrunargildi frauðkassanna okkar undir handleiðslu Björns Margeirssonar rannsóknastjóra og lektors við Háskóla Íslands. Hann komst m.a. að því að einangrunargildi  3ja kg gatakassa („gámakassa“) er um 7% lægra en einangrunargildi samsvarandi heilla, ógataðra kassa („flugkassa“). Nánari upplýsingar er að finna hér.

Efasemdir um ágæti gatakassanna m.v. heilu kassana hafa verið uppi sl. ár, sjá m.a. í tveimur neðangreindum skýrslum Matís:

http://www.matis.is/matis/frettir/nr/3815

http://www.matis.is/media/matis/utgafa/03-17-Effects-of-packaging-solutions.pdf

 

Nánari upplýsingar veitir Björn Margeirsson (bjorn.margeirsson@tempra.is / bjornm@hi.is).