Promens Tempra framleiðir ísmottur, sem einungis innihalda vatn og Ísgel á Blönduósi framleiðir gelmottur og hefur því verið haldið fram að mikill munur geti verið á kæligetu umræddra kælimotta. Þetta hefur nú verið rannsakað af óháðum aðilum, þ.e. iðnaðarverkfræðinemunum Hilmari Arnarsyni og Söndru Björgu Helgadóttur við Háskóla Íslands, sem nutu leiðsagnar Sigurjóns Arasonar yfirverkfræðings Matís.
Í tilrauninni komu þau fyrir hitasíritum innan í kælimottum, sem pakkað var í frauðplastkassa. Kössunum var komið fyrir í frysti í nokkra daga áður en þeir stóðu við stofuhita uns kælimotturnar voru að fullu þiðnaðar. Hitamælingarnar leiddu ekki í ljós marktækan mun á hvorki bræðslumarki ís- og kælimottanna (hann var u.þ.b. 0,0 +/- 0,3 °C) né kæligetu (hæfileika kælimottanna til að viðhalda lágu hitastigi matvöru).
Sjá nánar í frétt á heimasíðu Matís.
Nánari upplýsingar um kælimottur Tempru gefa Björn Margeirsson rannsóknastjóri (bjorn.margeirsson@promens.com) og Björn Sverrisson Markaðsstjóri Tempru (bjorn.sverrisson(hja)tempra.is