Nýjasta afurð Tempru er ný 60x40 cm kassalína sem hönnuð er fyrir 10, 13 og 15 kg af ferskum flökum (sjá bækling hér fyrir neðan) og er ætlað að koma í staðinn fyrir eldri kassa með grunnflötinn 47x35 cm, sem mörgum viðskiptavinum þóttu of stuttir.
Helstu kostir nýju kassalínunnar eru eftirfarandi:
- aukin lengd og rúmtak leiða til betri meðferðar á afurðum
- lengri fiskflök raðast betur innan kassa
- meira rými er fyrir ís eða kælimottur
- rúnnuð hornin auka einangrun og lengja geymsluþol
- breytt hönnun á hornum gerir kassana sterkari en áður
- stærð kassanna er 60 x 40 sm og staflast þeir betur á vörubrettin
- vegna aukins styrks er hægt að stafla í hærri stæður en áður
- betri einangrun næst með þéttari stöflun á bretti