Fjáröflun björgunarsveita landsins er hluti af því að styrkja og efla starfsemi þessa mikilæga hluta samfélagsins. Tempra lætur ekki sitt eftir liggja og hefur í gegnum tíðina stutt við bakið á björgunarsveitunum með kaupum á Neyðarkallinum.
Við óskum björgunarsveitunum góðs gengis í fjáröflun sinni og vonum að sem flestir styðji við bakið á sveitunum.
Hlökkum til að sjá þau aftur að ári enda vinna björgunarsveitirnar ótrúlega flott starf um allt land og eru ávallt til taks þegar á þarf að halda.