Samanburður á einangrun EPS kassa og PP kassa

Rannsóknarstofnun Fiskiðnaðarins framkvæmdi, að beiðni Tempru, nýlega samanburðarmælingar á einangrunargildi EPS kassa, (frauðkassa), og PP kassa, (bylgjuplastkassa).

Niðurstöðurnar komu ekki á óvart og ekki að ófyrirsynju að framleiðendur PP kassa taka skýrt fram á umbúðum sínum, að þær séu ekki hentugar til notkunar í flutningaferli þar sem búast megi við því að rof verði á utanaðkomandi kælingu á umbúðirnar. Hér gefur að líta útdrátt niðurstaðna RF.