Stöflunarstyrkur frauðkassa Tempru er um 500-860 kg
06.09.2019
Stöflunarstyrkur allra helstu kassategunda Tempru hefur nú verið mældur í tilraunaaðstöðu Háskóla Íslands. Kössum var komið fyrir á sléttu, láréttu gólfi og þrýst ofan á lok þeirra með jöfnum þrýstingi. Stöflunarstyrkur reyndist að meðaltali vera milli um 5,0 til 8,5 kN, sem jafngildir um 500 til 860 kg þunga.