12.11.2019
Fjáröflun björgunarsveita landsins er hluti af því að styrkja og efla starfsemi þessa mikilæga hluta samfélagsins. Tempra lætur ekki sitt eftir liggja og hefur í gegnum tíðina stutt við bakið á björgunarsveitunum með kaupum á Neyðarkallinum.
25.10.2019
Fjárhags- og viðskiptaupplýsingafyrirtækið Creditinfo vinnur árlega ítarlega greiningu á fyrirtækjum skráðum á Íslandi og gefur út lista yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins. Einungis þau fyrirtæki sem uppfylla ströng skilyrði Creditinfo, að teknu tilliti til þátta sem varða rekstur þeirra og stöðu, komast á listann.
TEMPRA er stolt af því að komast enn og aftur á lista Creditinfo en alls eru 874 fyrirtæki á listanum eða aðeins 2% skráðra fyrirtækja á Íslandi.
06.09.2019
Stöflunarstyrkur allra helstu kassategunda Tempru hefur nú verið mældur í tilraunaaðstöðu Háskóla Íslands. Kössum var komið fyrir á sléttu, láréttu gólfi og þrýst ofan á lok þeirra með jöfnum þrýstingi. Stöflunarstyrkur reyndist að meðaltali vera milli um 5,0 til 8,5 kN, sem jafngildir um 500 til 860 kg þunga.
13.03.2019
Léttari laxakassar eru á leiðinni frá Tempru á næstu mánuðum. Kassarnir eru m.a. afurð tveggja meistaraverkefna við Háskóla Íslands.
13.03.2019
Lokað vegna árshátíðar eftir hádegi 29 mars